21.11.2008 | 23:49
Atkvæðaveiðar stjórnarandstöðunnar - pöbbinn á Akureyri?
Ég lenti í skemmtilegum félagsskap með fólki að Norðan nú í byrjun september 2008.
Var þá tjáð að Steingrímur J. alþingismaður ætti það til að mæta út á lífið þarna
fyrir Norðan, standa á barnum, aðhafast ekkert, eða þangað til einhver byði honum í glas.
Kannski sjá Norðlendingar Steingrím í þessu ljósi. Kannski vill Steingrímur bara láta
líta út sem að honum liggi lífið ekkert á. En að skreppa á barinn er þekkt
leið til atvkæðaveiða meðal stjórnmálamanna. (En í kreppu þarf auðvitað að hafa hraðar hendur, eða þannig. ...)
Í eitt skiptið kemur ungur Akureyringur á bar þarna fyrir Norðan til að panta sér drykk,
og sér að Steingrímur stendur við barinn. Um leið og sá ungi pantar sér
bjór, pantar hann í leiðinni mjólkurglas handa alþingismanninum.
Þá varð þessi vísa til:
Steingrímur karlinn staldrar við þyrstur
við barinn hann stendur en vill ekki fyrstur
bjóða í glas, og forðast allt þras
en þiggur með þökkum eitt mjólkurglas.
Var þá tjáð að Steingrímur J. alþingismaður ætti það til að mæta út á lífið þarna
fyrir Norðan, standa á barnum, aðhafast ekkert, eða þangað til einhver byði honum í glas.
Kannski sjá Norðlendingar Steingrím í þessu ljósi. Kannski vill Steingrímur bara láta
líta út sem að honum liggi lífið ekkert á. En að skreppa á barinn er þekkt
leið til atvkæðaveiða meðal stjórnmálamanna. (En í kreppu þarf auðvitað að hafa hraðar hendur, eða þannig. ...)
Í eitt skiptið kemur ungur Akureyringur á bar þarna fyrir Norðan til að panta sér drykk,
og sér að Steingrímur stendur við barinn. Um leið og sá ungi pantar sér
bjór, pantar hann í leiðinni mjólkurglas handa alþingismanninum.
Þá varð þessi vísa til:
Steingrímur karlinn staldrar við þyrstur
við barinn hann stendur en vill ekki fyrstur
bjóða í glas, og forðast allt þras
en þiggur með þökkum eitt mjólkurglas.
Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2008 kl. 00:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.