27.10.2008 | 22:46
Útilokum gastæki - þetta eru stórslysagildrur
Þetta slys er mikið áfall. Og eiga fórnarlömb þess alla mína samúð.
Og vonandi verður slysið öðrum víti til varnaðar.
Ég man eftir nokkrum gassprengingarslysum og gaslekaslysum á s.l. áratug.
Þau voru hrikaleg og í dag hef ég það markmið að nota engin gastæki.
Hvorki gaseldavél né gasgrill.
Í síðustu viku var ég að skoða íbúðir til sölu á habil.is og ég útilokaði alfarið
íbúðir sem höfðu gaseldavélar í eldhúsi, ef það kom fram á myndunum.
Sem betur fer eru gassprengingar og tengd slys fátíð hér á landi, en
samt þessum slysum ofaukið. Man eftir að gasgrill sprakk í Grafarvogi 2005.
Mildi að enginn slasaðist þar. Á árunum kringum aldamótin síðustu man ég
eftir hryllilegu gasslysi í álverinu í Straumsvík. Fjölskyldumaður lést eftir að
hafa brennst mjög illa eftir sprenginguna.
Einnig man ég eftir átakanlegum atburði í veiðihúsi þar sem að þrír einstaklingar
létust eftir að gasleki varð í veiðihúsi. Tveir þeirra sem létust í slysinu voru feðgin.
Að auki man ég líka eftir ýmsum fréttum af sprengingum erlendis þar sem heilu
húsakynnin hafa sprungið í loft upp vegna afleiðinga gassprenginga.
Þetta er hryllilegt og hættulegt að elda, kynda og lýsa með gasi.
Notum okkar rafmagn á meðan við höfum greiðan aðgang að því.
Það virðist hafa komist í tísku og þykja sérlega 'in' og fínt að elda á
gaseldavélum. En einstaka hellur á keramikhelluborðum hafa sömu virkni og
gaseldavélar, þannig að slík skrifli eru óþörf að mínu mati og færir bara hættuna heim.
Sex ungmenni flutt á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.