25.10.2008 | 22:29
Skrípaleikur í launum bankastjóra
Hvernig má það vera að laun bankastjóra nýju ríkisbankanna eru hærri en laun yfirmanns þeirra, viðskiptaráðherra?
Nýráðinn bankastjóri KB banka skammast sín svo mikið að hann fer fram á launalækkun til að verða ekki milli tannanna á fólki af því að hann er á hærri launum en annar kvenkyns bankstsjóri eins ríkisbankans.
Og svo er annað: einn nýr kvenbankastjórinn vill ekki gefa upp sín laun. Skammast hún sín fyrir að hafa samið um lág laun? Hefur hún kannski bara 900 þúsund í laun á mánuði, sem er dágott, en vill ekki að fjármálaheimurinn viti það, af því að það er svo 'niðurlægjandi.' Ég nefni töluna 900 þúsund, af því að ég heyrði þessa tölu um þessi laun í vikunni.
Bankableðlarnir hafa að mínu mati verið að skammta sér ofurlaun á undanförnum árum og misserum. Þeir eru bara að apa eftir stórum fjármálafyrirtækjum í Ameríku sem borga góð laun + bónusa. Íslenskir bankar eru litlir og hafa ekki efni á slíkum ofurlaunum. Því fór sem fór.
Nýjustu upplýsingar sem ég hef er að starfsmenn hjá Goldman Sacs hafi verið að fá í laun + bónusa á ári sem nemur $660.000.-
Ef þetta er reiknað í íslenskum krónum (þó að dollarinn sé bara reiknaður á hundrað kall), kemur stjarnfræðileg upphæð í ljós í íslenskum. A.m.k. í mínum huga. Það eru ofurlaun.
Bað um launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2008 kl. 01:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.