10.10.2008 | 23:51
Kokgleypir þú loforð pólitíkusa?
Ekki kokgleypa allt það sem stjórnmálamenn hafa talið þér trú um,
eins og þeir hafa verið að gera þessa dagana. Þá á ég við
um að ríkið ábyrgist allar innistæður í bönkunum o.s.frv. eins og
Geir og viðskiptaráðherrann hafa verið að blaðra um undanfarna daga.
Þetta eru bara inntóm loforð sem þeir hafa gasprað á
blaðamannafundum í Iðnó. Þú, lesandi góður, hefur ekkert
skriflegt í höndunum um að innistæður þínar í dauðum bönkum,
á nýjum kennitölum, verði aflögufærar þegar þú þarft á á halda.
Ef íslenska ríkisstjórnin ákveður að leita liðsinnis IMF,
þ.e. Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður bæði ríkisstjórnin og
Seðlabankinn gjörsamlega valdalaus. Ég endurtek:
GJÖRSAMLEGA VALDALAUS.
Þetta gæti þýtt að allt sparifé landsmanna verði yfirtekið af IMF,
og hreinlega FRYST, þannig að ef þú átt eitthvað inni á bankabók,
er betra að yfirfæra það á eitthvað áþreyfanlegt: t.d. kaupa fasteign.
Það að fjárfesta í steynsteipu á Íslandi hefur yfirleitt borgað sig.
Ég sjálf, treysti ekki bönkunum persónulega (a.k.a. ríkið), sama
hvað þeir segja. Nú er um að gera að eiga eitthvað ÁÞREIFANLEGT.
Amk eitthvað sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn getur ekki hirt af mér
eða þér. Sama gildir um það sem þú kaupir þér í dag eða á morgun:
listaverk, bækur, fatnað, snyrtivörur, leikföng, áfengi ... eða
annað.
Rússar og IMF sameinist um lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.