Stjórar strengjabrúður kjölfestufjárfesta bankanna og fyrirtækja?

moneystairs

Það er eitthvað bogið við stjarnfræðilega háa starfslokasamninga

s.l. ára í fyrirtækum hér á landi. Má þar nefna t.d. starfslokasamninginn

sem Ragnhildur Geirsdóttir fékk frá Icelandair (a.k.a. Hannesi Smárasyni)

hér um árið, fyrir að þegja.

 

Fæstir hafa gleymt starfsbyrjunarsamningi Lárusar Welding hjá

Glitni heitnum upp á 300 millj. króna. Var það samningur upp á að þegja?

Nei varla. Frekar að sitja og standa eins og kjölfestufjárfestirinn skipaði fyrir.

Og auðvitað þegja svo þunnu hljóði um það sem gerðist innan bankans.

bullmarket

 

Það verður fróðlegt að lesa æviminningar Ragnhildar og Lárusar þegar

fram líða stundir, ásamt öðrum sem hafa gleypt við gylliboðum

íslenskra fjármálamanna á ‘hryðjuverkasviðinu’

í banka- og fyrirtækjaiðnaðinum á Íslandi á undanförnum misserum.

 

Kannski eigum við einnig eftir að lesa æviminningar fyrrverandi

bankastjóra stóru dauðu bankanna. En ég efa það. Þessir herramenn

tóku þátt í öllu plottinu með mönnum eins og Jóni Ásgeiri og

Hannesi Smárasyni og öðrum, og skammast sín. En samt ... slíkar bækur yrðu

auðvitað metsölubækur sem íslenskur almúgi myndi gleypa í sig

ef stjórarnir eiga eftir að opna munninn, því metsölubók er = frægð og fé.

Hver veit?

 

En við eigum eftir að heyra um hverja svikamilluna af annarri

á næstu vikum og mánuðum. Bæði hér heima og erlendis.

1budakassi

Meðfylgjandi er áhugaverð lesning um ástandið frá omma (ommi.blog.is)

hér á mbl frá 8. þessa mánaðar, sem ég tek mér bessaleyfi um að afrita

hér orðrétt:

 

“Sagt er

 

.... að Jón Ásgeir, Stoðir og Baugur hafi á síðustu 3-4 vikum  næstum því
strípað allt lausafé af Glitni. Lárus og Þorsteinn Már  reyndu að stoppa það
en gátu ekki. Þeir voru eiginlega búnir að  missa stjórn á bankanum. Það var
ástæðan fyrir því að Seðli vildi  ekki lána og kröfðust 75%. Ef þeir hefðu
lánað eða ekki haft  afgerandi meirihluta þá hefðu peningarnir runnið áfram
til Jóns.  Óánægja Þorsteins Más snýst um að hann vildi ekki að ríkið
eignaðist meira en 50% - fyrir utan það að hann tapar persónulega  miklum
fjármunum.


Bréf Baugs og Stoða voru tekin út úr fjárfestingarsjóðum Glitnis í  gær og
fyrradag. Samkv. sömu heimildum fer Salt Investmenst Robba  Wessmann á
hausinn. Það gengur sú saga í bankaheiminum að fundir Björgólfs með DO og
Geir hafi ekki snúist um yfirtöku á Glitni heldur björgun  Landsbanka sem
riði til falls. Feðgar séu búnir að setja nærri 60  milljarða nú þegar í
Actavis og Eimskip fyrir utan það er Landsbankinn er  að fá sennilega vel á
annað hundrað milljarða í hausinn í  gjaldþrotum fyrirtækja sem þeir hafa
lánað til, s.s. Nýsis, spænska  fyrirtækis sem þeir fjármögnuðu, Icebank
(sem er  gjaldþrota), Baugs, Teymis, 365 etc etc. Fyrir tveimur vikum voru
settar nýjar reglur um fyrirgreiðslu við viðskiptavini hjá Landsbankanum -
sem sagt ekki lána neitt - mjög harðar reglur.


Yfirtakan á Byr var plott frá Jóni Ásgeiri og öðrum hluthöfum - aðallega
Saxbygg, sem gekk út á það að strípa Byr til að reyna að  halda lífi í
Glitni. Þeir ætluðu að nota Byr eins og hræ sem refur  leggst á til að lifa
af veturinn. Convenient fórnarlamb -  sérstakelga vegna þess að það var nógu
mikið af sameiginlegum hluthöfum til að geta látið þetta ganga.

Sjóður 1 - Glitnir Skuldabréf, fjárfestir til dæmis í skuldabréfum
fyrirtækja. Verðmæti sjóðsins 1. september var tæpir 48 milljarðar  króna,
þar af voru skuldabréf fyrirtækja 57%. Stærstu skuldarar eða  útgefendur
skuldabréfa sem sjóðurinn á voru þá Íbúðalánasjóður, FL  Group - nú Stoðir -
og Glitnir. Sjóður 9 - Glitnir peningamarkaður - fjárfestir í
skammtímaverðbréfum. Verðmæti sjóðsins um síðustu mánaðarmót var rúmir 117
milljarðar króna - og stærstu skuldarar þar - Glitnir,  Straumur, Stoðir og
Baugur. Þriðji sjóðurinn sem lokað var er sjóður 9.1 - Glitnir,
peningamarkaður, evrur. Verðmæti hans voru rúmir átta milljarðar um  síðustu
mánaðarmót  og skráð skuldabréf fyrirtækja voru um  þriðjungur eigna
sjóðsins.  Lokun þessara sjóða var ákvörðun  stjórnenda Glitnis, en hún var
tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins  eins og lög gera ráð fyrir.


Það er alveg augljóst að Baugur hefur gefið út bréf sem Glitnir  hefur tekið
inn í almenna sjóði í stórum stíl án nokkurrar tryggingar. Þrír sjóðir
Glitnis, sem hafa verið lokaðir síðustu tvo daga, verða  opnaðir á morgun. Í
tilkynningu frá Glitni segir, að óvissu um  skuldabréf í sjóðunum hafi verið
eytt og þar sé nú ekki að finna  nein skuldabréf á Stoðir hf, sbr.
http://www.m5.is/?


Að Björgólfur hafi síðastliðinn föstudag tekið út úr Landsbankanum 25
milljarða króna með því að selja bréf fyrir vini og vandamenn, gengi
Landsbankans hækkaði óvænt á föstudag og fór í 19.9

Það er semsagt verið að afskrifa skuldir Baugs til þess að þær  dragi ekki
niður bréf almennra eigenda. Best stendur Kaupþing, en athygli vakti að hér
fyrir utan var ansi  fjölmennur floti dýrra bíla fyrir kl. 8 í gærmorgun.

Hummm”


mbl.is Verða Landsbankanum til ráðgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband