3.10.2008 | 03:34
Fyrsta hríðin - í boði KB banka ...
... hæ, ég er nú bara að grínast. En mér áskotnaðist 'bisnessmannadagbók' í fyrra og hafði ég skráð í hana þann 23. október 2007: "Fyrsta hríðin skall á kl. 20:50 (Stormhviða)." Þess vegna finnst mér einhvern veginn að snjókoman í gærkvöldi og nótt vera nokkuð fyrr á ferðinni en ... a.m.k. kom snjókoman mörgum ökumanninum í opna skjöldu.
En KB dagbókin góða var send 'góðum' viðskiptavini bankans í fyrra fyrir áramót, og sem gaf mér hana. Hef reyndar aldrei fengið svona dagbók beint frá viðskiptabanka. Í mesta lagi dagatal. Það eru bara 'stóru karlarnir' sem fá senda svona ársdagbók heim í pósti.
Í ár hef ég bara notast við venjulega stílabók, en vildi óska að ég hefði svona bisness-bók með fyrirfram dagsetningum og 'alles' til að minna mig á.
Snjókoma í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.