Sönn sakamál

Ég er mikill aðdáandi á sönnum sakamálum og les aðallega bækur um slíkt efni, sem og annað sannsögulegt efni. Mig langar því að vekja athygli ykkar á nýju íslensku sakamálatímariti með meiru, en ég var búin að lofa útgefandanum að koma því á framfæri á blogginu mínu. Þetta er tímaritið Spenna: sannar sakamálasögur, gamansögur og frábærir vísnaþættir Ragnars Inga Aðalsteinssonar.

Tímaritið fæst í öllum bókabúðum, Hagkaup, Krónunni, Lyfju og Leifsstöð.

Til að gerast áskrifandi – Kynntu þér áskriftartilboð:
Áskriftarsímar: 587-2619 og 553-5381. Netfang holar@simnet.is

Útgefandi Bókaútgáfan Hólar www.holabok.is

 
Meðal efnis í 1. tölublaði:
Bonnie & Clyde - frægasta glæpapar sögunnar
Mueller malar gull
Viðurnefni í Vestmannaeyjum; af Jóni alífát, Koppa-Mundu og fleirum
Blóðsugan - Kjallaraherbergi dauðans
Dávaldur í Neskaupstað
Lyfjanotkun Hitlers - Úr læknaskýrslum foringjans
Íslenskar gamansögur
Ástkona sölumanns deyr - Innblástur í réttarmeinafræðina
Vísnahorn Ragnars Inga
Enginn friður fyrir Peace

Tímaritið hefur þegar fengið góðar viðtökur hjá nýjum lesendum!

 ForsidaBlogg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband