1.10.2008 | 00:58
Týnir upp í sig brauðmylsnuna
Þessi fallega dúfa sem ég hitti í útjarðinum á lóð Glitnisbanka við sjóinn í gær, hvíslaði því að mér að hún væri tákngervingur hluthafa bankans.
Hún trítlaði þarna í grýttri urðinni og reyndi að týna sér eitthvað í gogginn, en það var ekki mikið að hafa þarna.
En lífið hinum megin við götuna virtist ganga sinn vanagang, viðskiptavinir bankans komu og sinntu sínum erindum, eins og ekkert hefði í skorist.
En hinn almenni hluthafi er búinn að tapa rúmlega 70 prósendum af hlutum sínum í bankanum frá því á föstudaginn.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 16,59% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.10.2008 kl. 22:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.