30.9.2008 | 17:26
Búið að ákveða allt fyrirfram? - Samsæriskenningar víða
Einstaklingar hugsa sitt þegar þeir lesa í fréttum að forsætisráðherra hafi fundað með Björgólfsfeðgum í gærkvöldi. Þorsteinn Ingimarsson bloggar í dag að hann hafi tekið því trúanlega í fyrstu að bankinn (Glitnir) væri á hausnum, en að fundur Landsbankamanna í gærkvöldi með forsætisráðherra hefði sett atburðina í allt annað samhengi.
Á fréttum á RÚV kl. 16 í dag kom fram að engar formlegar óskir hefðu komið fram um að Landsbankamenn hefðu áhuga á Glitni en Geir Haarde sagði varðandi fundinn að hann geri ráð fyrir að þeir hafi vissan áhuga en gæti ekki farið nánar út í það.
Í framhaldi af síðustu bloggfærslu um kunningjakonu mína sem hafði sofið með peningana sína undir koddanum mánuðum saman og sendi mér tölvupóst seint í gærkvöldi: Jæja þetta er nú ástæðan fyrir því að ég vildi hafa peningana mína heima fyrir, en ekki í bankanum mínum Glitni, þar munaði mjóu, sendi ég henni póst til baka og samskipti okkar urðu á þessa leið, en til gamans má geta að hún hafði sagt mér frá samsæriskenningu um rússneska mafíupeninga þegar við vorum að spjalla saman fyrir rúmum þremur árum síðan:
Ég: Þú ert að djóka, er það ekki? Þú sagðir mér að þú vildir "sjá peninga" þannig að þú sæir
að þú hefðir eitthvað milli handanna. Þú nefndir ekki að þú treystir ekki bönkum, eða hvað?
Eða snérist þetta ekki aðallega um að þú vildir bara alls ekki hafa bankareikning, af því að
þú féllir alltaf í þá gryfju að taka bara endalausan yfirdrátt? En hvað gerðir þú í dag?
Fórstu í bankann í hádeginu og tókst allt út?
Hún: Hehehehe uðvitað var ég að djóka Inga mín. Nei ég fór ekki í bankann,
en geri það örugglega í dag eða á morgun.
Ég: En heldur þú að Davíð Oddsson hafi verið að leika útspil sitt gagnvart Jóni Ásgeiri
og þar með ná sér niðri á honum í dag með því að láta ríkisstjórnina kaupa mestan hluta í Glitni?
Hún: Nú er búið að bola Jóni Ásgeiri út og þá á að tala Landsbankann inn með þeim feðgum,
hef séð þetta fyrir lengi marga mánuði jafnvel ár aftur í tímann, hefur þessi
tilfinning varað í mér. En ég segi ekki meira um það.
Nema þetta er rotið þjóðfélag og allt planað fyrirfram frá æðstu stöðum,
ég endurtek litlu söguna mína um orð manns fyrir umþað bil 25 árum:
þeir ætla Geir Haarde forsætisráðherra embættið. Og hana nú.
Ég: En meðal annarra orða, heldur þú að kallinn í matarboðinu í Boston
hafi verið alvara með því að halda því fram að Björgólfur hafi komið með
'mafíupeninga' til að kaupa eignir á Íslandi (hér er ég að vitna í frásögn hennar fyrir rúmlega þremur árum).
Og hvaða maður var þetta nákvæmlega?
Hún: Þessi "Kall frá Boston" var ungur viðskipta kóngur á Nantucket í boði hjá
John Kerry og frú, sem sagði þetta fyrir 5 árum, já ég er 100% viss um
að hann veit hvað hann var að tala um, enging spurning.
Enn og aftur við ráðum engu og höfum enginn áhrif, heldur er þessu öllu
stjórnað af "Þeim." Við ráðum því hvort við förum til hægri eða vinstri eða hvort við lærum eða vinnum
og þar um kring, en allt sem við lesum, hlustum á og annað er matað til okkar og þess háttar.
Þar höfum við það. Þetta var smá innlegg í umræðuna,
en alltaf gaman að heyra sem flestar raddir um menn og málefnin þessa dagana.
Engar viðræður um sameiningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.