18.11.2021 | 23:07
Jólasíld Síldarvinnslunnar er frábært sælgæti!
Ég er aðdáandi síldar og hef oft keypt krukku með marineraði síld í matvörubúð. Mér hefur tvisvar sinnum áskotnast krukka með jólasíld Síldarvinnslunnar, sem er engu lík, æðislegt sælgæti. Ég hef nefnilega smá tengingu við Neskaupstað.
Eftir að hafa smakkað jólasíldina, komst ég að því hvað hrár laukur er líka góður. Nú nota ég meira að segja hráan lauk á rúgbrauðssneið og skelli skinkusneið ofaná. Hvað á maður að gera þegar engin jólasíld er í boði? Og þegar ég útbý hamborgara hef ég alltaf nóg af hráum lauk með. Og ég ét lauk sem smá snakk af og til. Já, maður verður stórfurðulegur í matarvenjum þegar þessa jólasíld skortir.
Stákar, þarna fyrir austan, plís! Getið þið ekki farið að selja jólasíld í áskrift fyrir jólin. Eða hreinlega komið þessu á markað. Þið mynduð mokselja þetta.
Baráttukveðjur til Neskaupstaðar!
Uppskriftin leyndarmál en bragðið sagt einstakt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.