19.2.2020 | 00:38
Varð vör við gúrkutíð í verslunum, sérstaklega í fyrra.
Sem betur fer fékk ég íslenska tómata í Bónus fyrir nokkrum dögum. Ég er búin að fá upp í kok af útlenskum tómötum, ætla aldrei að kaupa þá aftur (líklega frá Spáni).
Í fyrrasumar keypti ég aldrei kartöflur, enda bara erlendar óætar (of vatnskenndar) til sölu. Keypti bara Þykkvabæjar franskar (frosnar) í Bónus og einnig frábærar kartöflukökur í Super 1, 4 stk. frosnar í pakka með brokkolí, innflutt frá Danmörku.
Geri ráð fyrir að íslenska kartöflu-uppskeran dugi lengur í ár en í fyrra eftir frábært sumar 2019.
Bendi á að nýr söluaðili í Kolaportinu er að selja kartöflur í 1kg pokum. Keypti einn með rauðum um sl. helgi. Mæli með þessum kartöflum úr Þykkvabænum!
Gúrkutíð í verslunum landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.