9.2.2020 | 02:36
Reynisfjara ku vera á áhættumati ??
Hve lengi hefur Reynisfjara verið í áhættumati í ráðuneytinu? Á meðan hægverkt kerfið gengur hægt og hljóðlega fyrir sig, slappt og gagnslaust, eru næstum tvö börn drukknuð þarna. Fyrir utan aðra sem hafa látið lífið þarna í sjónum.
Hvaða gagn gerir áhættumat?? Jú, kannski aukatekjur fyrir nokkra skriffinna sem taka sér tímann í gagnslaust verk.
Hver á þessa Reynisfjöru? Hver er ábyrbur fyrir landinu þarna? Kannski ráðuneytið, ef það er að ráða einhverja til að vinna í einhverju áhættumati? Veit ekki.
Áhættumat kemur ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki fjöruna og láti börnin sín leika sér þarna.
Tími er til kominn að setja skorður við aðgangi að fjörunni. Hún er allt of hættuleg. Nóg að koma upp útsýnispöllum þarna eins og gert er á Þingvöllum. -
P.S. Velti fyrir mér hvort foreldrar barnanna sem íslenski ferðaþjónustumaðurinn bjargaði úr sjónum í Reynisfjöru hafi þakkað honum fyrir björgunina á börnunum ???
Bjargaði tveimur börnum í Reynisfjöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.