Viðskiptavinir Landsbankans yfirheyrðir í heimabanka!

Fyrir nokkrum dögum, er ég átti leið í heimabankann til að borga reikninga, varð fyrir mér þröskuldur spurninga áður en ég gat haldið áfram að sinna erindinu. Spurt var um hvaðan peningarnir koma (sem maður leggur inn), hvort maður væri í launaðri vinnu, og svo fleira og fleira. Ég reyndi að svara þessu samviskusamlega og komst að lokum í heimabankann.

Eftirá á að hyggja, set ég spurningamerki við þessar spurningar bankans. Þarf bankinn að vita hvort ég sé í launaðri vinnu, þ.e. hvort ég starfa hjá einhverju fyrirtæki eða starfa sjálfstætt, til að geta verið viðskiptavinur bankans? Leita kannski til Persónuverndar til að fá uppl. um minn rétt.

Ég sé það núna að bankinn er undir ratsjá Fjármálaeftirlitsins varðandi peningaþvætti, sem skýrir spurningarnar.

Af hverju var þessi ratsjá Fjármálaeftirlitsins ekki virk á árunum rétt fyrir hrun? Hverjir voru í stjórn og/eða starfsmenn þess á þessum árum og hvaða hagsmunatengsl höfðu þeir við eigendur íslensku bankanna?

Helstu eigendur á árunum fyrir hrun:

T.d. Jón Ásgeir og co. í Íslandsbanka, ásamt Samherjamanninum, að norðan.

Bakkabræður, Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson og fleiri í Kaupþingi.

Björgólfsfeðgarnir keyptu hlut í Landsbankanum.

Kannski gleymi ég einhverjum. En við þekkjum leikslokin.

En núna, áratug síðar, er verið að rýna í viðskiptavini Landsbankans og líklega hinna bankanna, til að ganga úr skugga um að þessir viðskiptavinir séu nú örugglega heiðarlegir og stundi nú ekki peningaþvætti!

 


mbl.is Brotalamir í peningaþvættisvörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband