Ljósastaurar í fréttum

Ekki er algengt að lesa frétt um eld í ljósastaur. Og í dag las ég frétt um að kveikt var í bandaríska fánanum nálægt Höfða til að mótmæla komu varaforsetans.

Ég bæti þá bara við frásögn af ljósastaur við Höfða í dag. Ég var mætt á staðinn fótgangandi til að fylgjast með heimsókninni. Man eftir að hafa gert mér ferð að Höfða f. rúmum áratug þegar kviknaði í húsinu. En það er önnur saga.

Ég stend nálægt bitanum úr Berlínarmúrnum og er að fylgjast með því sem er að gerast kringum mig. Bílar komu akandi vestur Borgartún en svo var það lokað þarna rétt vestan við Arion banka. Þá þurftu þessir bílar að taka u-beygju inn á næsta bílastæði til að snúa við. Það hefði verið skynsamlegra að loka götunni við Nóatún.

Svo bregður mér við mikinn skarkala: tveggja hæða bifreiðatrukkur sem var að ferja 5 bíla tekur u-beygjuna og ekur utan í rauðan ljósastaur og við það brotnar ljóskúpullinn og fellur til jarðar.

Ég skoða þetta ásamt borgarstarfsmanni sem var staddur þarna og ég sé að kúpullinn er ekki sterkbyggður úr járni, þetta er steypt úr einhverju efni. 

 

 

 


mbl.is Eldur í ljósastaur í Lágmúla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reykjanesbær 23. apríl 2014: Ljósastaurinn í ljósum logum

Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2019 kl. 00:08

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta Guðmundur. Það er kannski meira um 'logandi ljósastaura' víða um land en maður gerir sér grein fyrir!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.9.2019 kl. 00:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er sjaldgæft en ekki án fordæma.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2019 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband