29.3.2019 | 01:37
Lestrarhestur!
Þetta er í fyrsta skipti, að því er ég man, að dýr hafi jákvæða merkingu, í nútíma tungumáli. Hesturinn var duglegur, hann dró plóg og flutti fólk bæja og landsfjórðunga á milli.
Ég óska Bjarka Þór alls hins besta og vona að hann hafi alltaf nóg að lesa sér til skemmtunar, fyrir utan skólabækurnar. Vonandi fær hann og aðrir landsmenn áhuga íslenskunni og hvernig hún er notuð.
Því miður man ég bara eftir neikvæðum orðum tengd hestum og það kvenkyns: hún er helví... trunta, bykkja. Hér er verið að niðurlægja kvenkyns hest, eins og hesturinn sé ekki góður kostur sem kvenkyn. Þetta er það sem ég flokka sem dýraníð í tungumálinu.
Markmiðið er að útrýma dýraníði í íslenskri tungu.
Bóklestur í forgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.