Hættið að kaupa plastpoka í matvörubúðinni !!!

Plastið er að ganga að dýrum dauðum: sjófuglumog hvölum vegna plastmengunar í hafi.

Þegar þú verslar hafðu með þér margnota poka. Ég geri það, upphaflega til að spara pokakaup.

Afþakkaðu plastpoka í verslunum þar sem þeir eru fríir. Hafðu með þér margnota, þegar þú verslar.

Er löngu hætt að kaupa plastpoka í matvörubúðum, er alltaf með margnota poka með mér.

Þar sem ég sel vörur á markaði um helgar, lendi ég stundum í vandræðum með að eiga nógu stóran poka undir notaðan fatnað fyrir viðskiptavininn. En ég leysi þetta með því að búa til poka úr gömlum og slitnum bolum sem eru óseljanlegir. 

Þessir bola-pokar hafa mælst vel fyrir í 99% viðskipta!


mbl.is Sjófuglar fullir af plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ingvi Hrólfsson

Í hvað seturðu heimilissorpið áður en þú lætur það í sorptunnuna?

Kveðja.

G.I.

Gunnar Ingvi Hrólfsson, 24.6.2018 kl. 11:05

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Gunnar Ingvi, og takk fyrir fyrirspurnina. Þar sem ég bý, eru nokkrar flokkunartunnur fyrir sorp: dagblöð/pappi, gler, plast, og þess vegna er annað sorp hjá mér ekki mjög fyrirferðamikið, enda er ég ein í heimili. Ég nota alla poka undan matvælum fyrir sorp: litla poka af frystivöru og frönskum kartöflum, plastpokum undan wc pappír o.s.frv. Og er með límbandsrúllu með breiðu límbandi til taks til að loka pokunum.

Ég get skilið að fjölskyldur með lítil börn og bleyjur finnist gott að nota innkaupapoka úr matvöruversluninni sem ruslapoka. En ef þú skoðar þær umbúðir sem þú færð undan vöru sem þú kaupir, þá gerir þú þér grein fyrir að þið getið nýtt þær undir (allt?) sorpið, og hætt að kaupa plastpoka og nota fjölnota poka þegar farið er í matarinnkaup og önnur innkaup.

Gangi þér vel í að endurskipuleggja förgun á sorpi!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 15.7.2018 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband