22.6.2018 | 23:15
Er boltinn orðinn of fyrirsjáanlegur ... klisjukenndur?
Eftir að hafa horft á marga leiki á HM og EM, kemur mér þetta fyrir sjónir eins og hvert annað skákborð: uppstillingin og hvernig einstaka leikmaður hreyfir sig/eða má/eða á að hreyfa sig, er fyrirsjáanlegt fyrir andstæðinginn.
Í skákinni var/er margt orðið fyrirsjáanlegt, alltaf sömu byrjarnirnar o.s.frv. þannig að Bobby Fischer kom með útspil gagnvart þessu. Afsakið, en ég man ekki hvað það hann kallaði það.
Í fótbotanum virðist það sama að vera að gerast: sama uppstilling, og andstæðingurinn veit hver á að gera hvað á hvaða stað í mótliðinu. Nú virðist vanta inn í fótboltann eitthvað nýtt og óvænt til að koma andstæðingi í opna skjöldu.
Það gengur ekki til lengdar að andstæðingur gangi eins og skugginn eftir ákv. leikmanni liðs til að hindra hann í að skora mark, af því að hann veit hvaða hlutverk hann hefur.
Það vantar meira óvænt í leiki að koma andstæðingum gjörsamlega á óvart.
Held að taktíkin hafi ekki verið röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.