13.9.2017 | 22:54
Logandi fyrirbæri á himninum
Loksins fékk ég að sjá stjörnuhrap í gærkvöldi. Sat úti á lokaðri verönd, að skrifa póstkort til útlanda. Mér verður litið upp og sé skært ljós svífa yfir hverfið. Ég stekk upp og opna út og fylgist með fyrirbærinu. Það voru neistandi eldblossar aftan úr þessu. Þetta sveif í boga í átt til jarðar en svo slokknaði á þessu þarna í lausu lofti kr. 22:49.
Þetta var ekki líkt neinum flugeldi, en ég var ekki viss.
En það er skemmtilegt að hafa upplifað að hafa séð þennan vígahnött. Og ekki líklegt að upplifa aðra eins sjón á ævinni.
Og rúsínan í pylsuendanum: ég sá glitrandi hvít norðurljós út um allt þarna í gærkveldi. En ég hafði ekki orðið vör við norðurljós yfir höfuðborgarsvæðinu síðan í byrjun október 2016.
Vígahnötturinn á stærð við golfkúlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er rétt að kalla stjörnuhrap vígahnött? Ég hélt að vígahnöttur væri allt annað.
Haukur Árnason, 14.9.2017 kl. 00:09
Ég heyrði viðtal við aðila hjá Stjörnuskoðunarfélaginu. Sævar heitir hann, ef mig minnir rétt, eftir þessa uppákou og hann kallaði þetta vígahnött. Í mínum huga er þetta geimgrjót sem kviknar í þegar það kemur inn í gufuhvolfið og svífur til jarðar. Grjót utan út geimnum er líklega ekkert nema grjótafgangar þegar hnettir/stjörnur splundrast. Og þetta er líklega kallað ýmsum nöfnum.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 17.9.2017 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.