Áfengisfrumvarp á Alþingi vekur athtygli!

Er hugsanlegt að þeir sem hafa samið frumvarpið hafa verið beittir þrýstingi frá bandarísku fyrirtæki sem hefur boðað komu sína á íslenskan markað í vor? Costco nokkurt, sem selur vörur til heimilis, gæti hugsanlega viljað selja áfengi í verslun sinni.

Frumvarpið hefur vakið athygli, enda eru fjölmörg mál sem alþingismenn ættu að leggja áherslu á, frekar en að leysa ríkið undan einkasölu.

Tímasetnigin er áhugaverð: getur verið að stjórnendur Costco séu að ota sínum tota að þingmönnum með því að fá þá til að breyta lögum, og þá jafnvel að hygla þeim þingmönnum sem koma því í verk að breyta lögum í þá átt að gera áfengissölu á Íslandi frjálsa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband