Hætta ferðaskrifstofur við ferðir þegar spáð er ofsaveðri?

Nú verður fróðlegt að vita hvort ferðaskrifstofur fella niður ýmsar ferðir, miðvikudaginn 8. febrúar. Þegar þetta er skrifað er farið að hvessa hér í höfuðborginni og Veðurstofan hefur gefið út viðvörun við ofsaveðri á morgun, miðvikudag.

Auðvitað hafa ferðaskrifstofur þegar selt alls konar dagsferðir út um allt, og kannski fyrir löngu. En í dag, miðvikudag, er spáð ofsaveðri og spurningin er hversu margar ferðaskrifstofur fara með túristas hingað og þangað, t.d. gullna hringinn og annað.

En ég fæ að frétta um þetta hjá kunningjakonu minni fljótlega, sem er fararstjóri í útkalli hjá ferðaskrifstofu.

Hér fyrr í vetur bað hún bílstjórann um að fresta ferð um ca. klukkutíma, í von um að veður gengi niður. En hann varð ekki við því. Bílstjórnn keyrði mjög rólega og ferðin gekk upp.

En eiga ferðaþjónustufyrirtæki að vera að taka of mikla sjénsa?

Já, líklega taka þau snénsa af því að þetta snýst allt um peninga.


mbl.is Vill stóraukið eftirlit á þjóðvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband