Slæm veðurspá fram undan - Verða margar túsistaferðir?

Ég bloggaði um þetta umræðuefni 6.jan. s.l. þegar ferðamenn urðu útundan í vélsleðaferð við Langjökul. Nú er veðurspáin ekki góð fyrri part vikunnar. Ég ræddi veðurfar og færð við franska kunningjakonu mína um helgina, sem er fararstjóri fyrir erlenda ferðamenn.

Hún er meðvituð um veðurfar hér, þó að hún hafi ekki kynnt sér veðurspána fyrir komandi viku. En áætlunin hjá henni er m.a. að fara "Gullna hringinn" og annað í vikunni. En hún tjáði mér að fyrra þegar hún var bókuð í ferð, og veðrið hafi verið mjög slæmt, hafi hún beðið bílstjórann um að fresta ferðinni þar til lægði. Hann hafði neitað því. - Í okkar samtali komum við okkur saman um að ferðaþjónustufyrirtæki hugsa um það eitt að selja ferðir. Burt séð frá veðri. Og nú þegar hlýtt er í lofti er ólíklegt að ferðamenn sjái nokkur norðurljós í slíkum ferðum.

Fyrirtækin gera út á að lofa túsistum annarri ferð ef engin norðurljós sjáist í fyrri ferðinni.

Held að ferðaþjónustan sér keyrð áfram af græðgi. Það virist vanta upp á gæði, væntingar og öryggi til handa ferðamönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband