Ef þú ert búinn að gleyma gulláti viðskiptamanna erlendis á árunum fyrir hrun, og hefur ekki heyrt af ósk forsetafrúar vorrar um að bara ferðast út í geym, þá er bara 2007 að koma aftur með tilheyrandi hruni. Eða hvað?
Þegar Sigmundur Davíð sagði af sér um daginn, nefndi hann að hann ætlaði í ferðalag, en ekki út geim. Ég skildi ekki þá hvað hann átti við. En í ljósi staðhæfingar forsetafrúarinnar, sem langar að kaupa sér far út í geim, skil ég hvað hann átti við.
Auðvitað hefur forsetafrúin efni á að kaupa sér far út í geim. Það er hennar mál hvert hún kýs að fara í sínum fríum.
En er það við hæfi, á erfiðum tímum í þjóðfélaginu, að forsetafrú tilkynni um langanir til dýrrar geymferðar á sama tíma og heilbrigðismál eru í molum, efnalítið fólk á vart fyrir lyfjum og jafnvel ekki matvælum.
Mér finnst ekki við hæfi að forseti/forsetafrú auglýsi dýrar langanir eða meinlifnað á meðan jafnvel glorsoltinn almúginn á mat eða lyf, lesi eða heyri svona tilkynningar frá Bessastöðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.