Er sátt við endurnýjaða ríkisstjórn - En hvernig var taskan á litinn?

Óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi. Við þurfum góða ríkisstjórn fram að næstu kosningum. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn, hvort sem kosningar verða hér strax í vor eða sumar, eða næsta haust. Ég segi bara að vonandi fái þessi ríkisstjórn frið til að vinna að sínum verkefnum fram á haust. Mér líst ekki á að óundirbuúnir og óánægðir flokkar, á borð við Pírata og vinstri öfl komist hér til valda. Í þeim herbúðum ríkir óvissa um forystumenn og stefnu.

Sama gildir raunar um stjórnarflokkana. Framsókn er ekki í framsókn, þar sem formaður flokksins hefur sætt gagnrýni. Sjálfstæðisflokkur er líka í krísu varðandi formann, sem hefur sætt gagnrýni.

Tel að það sé nauðsynlegt fyrir þjóðina, að stjórnmálamenn fái svigrúm til að endurskipuleggja stjórnmálaflokka sína. Þjóðin gefi núverandi ríkisstjórn vinnufrið til að ljúka ákveðnum verkefnum fram að kosningum í haust.

Okkar fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð, mætti með ríkistösku til Bessastaða á mánudaginn, eins og frægt er orðið. Þ.a.s. starfsmenn ráðuneytis mættu með honum þangað með töskuna, með tilbúnum pappírum, til undirskriftar fyrir forseta Íslands, til að rjúfa þing, að sögn. Forsetinn sagði að þessir starfsmenn hefðu beðið í eldhúsinu á Bessastöðum á meðan á fundi hans og forstætisráðherra stóð.

Ég hefði viljað heyra fréttamenn sem voru staddir á Bessastöðum spyrja hvort þessum ráðuneytisstarfsmönnum hefði verið boðið upp á kaffi meðan þeir biðu þarna í eldhúsinu með töskuna. En í augum fréttamanna virðast ríkisstarfsmenn vera núll og nix, ekkert frettnæmt efni.

En varðandi téöa tösku, þá dettur mnér í hug, að þar sem David Cameron kom hingað fyrir stuttu, og hitti Sigmund Davíð, að sá síðarnefndi hafi kannski farið að fylgjast meira með breskum stjórnmálum eftir það. En í Bretlandi hagar svo til, að þegar fjármálaráðherrann leggur fjárlagafrumvarpið fyrir þingið, gengur hann meö rauða skjalatöksu út úr húsi í Downingstræti, heldur henni uppi, þannig að allir geta séð. Þetta er svona táknræn athöfn, og örruglega aldagömul þarna.

Datt í hug að Sigmundur Davíð hefði kannski viljað koma á legg táknrænum atburði, t.d. þegar ráðherra ætti erindi við forseta Íslands, og gera þetta táknrænt með því að nota skjalatösku ráðuneytisins.

En spurningin er: hvernig var skjalataksan á litinn sem fór þarna á Bessastaði í vikunni???

P.S. Og fengu starfsmennirnir kaffi og jafnvel meðlæti á meðan þeir biðu???

 


mbl.is Ný ríkisstjórn tekin við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband