Öflugri öryggisgæsla við Keflavíkurflugvöll mikilvæg!

Nú er mikilvægt að öryggisgæsla á Keflavíkurvelli verði efld til muna. Mikilvægt að leita sérstaklega á þeim sem ætla að fara úr landi. Hverjir fara úr landi fyrir utan Íslendinga og almenna ferðamenn? Það geta verið ýmsir, sem hafa komið til Íslands á ýmsum forsendum.

Ef hryðjuverkamenn komast gegnum öryggisgæslu á íslenskum flugvelli, og geta sprengt sprengjur í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eins og gerðist í Brussell í gær, þá getum við bókað að það verði hrun í ferðamannastraumi hingað til lands.

Hver vill hrun í þessum geira? Fólk er fullsatt á hruninu 2008. Nú verða yfirvöld að bretta upp ermarnar og virkja flugstöðina í mestu hættumörk, þó að það kosti meira fjármagn. Skv. lögreglustjóra Suðurnesja, var ekki virkjað mesta hættustig á flugvellinum, en lögreglulið var aukið (þó að ég viti ekki muninn). Öflugri gæsla er mikilvæg - það er betra að vera öruggari, þó það kosti meiri féútlát, en að láta taka sig í landhelgi vegna vanmáttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband