15.2.2016 | 23:05
Vont veður á fjallvegum - Veit unga fólkið um þetta?
Í dag, 15. feb. ferðaðist ég með strætó frá Akureyri til Rvk. Snarpar vindhviður voru á Öxnadalsheiði, Þverfjalli, og við fjöllin báðu megin við Akranes. Ráðlagði ungri konu sem ætlar aftur norður í fyrramálið, að athuga hvort strætó fer yfirleitt norður, þar sem veðurspáin er slæm. Lét hana hafa númerið hjá þjónustuveri Strætó.
Mér skilst á bílstjórum Strætó bs. að tryggingafélög séu farin að setja skorður við ferðum þegar veðurspá er slæm: tryggingar falla niður miðað við ákveðið veður.
Þetta er öðruvísi en áður var, þegar bílstjórar lögðu í'ann í hvernig veðri sem var og burt séð frá veðurspám. Enda heyrir maður lítið orðið af bílstjórum, fólki og farartækjum sem hefur lent í ófærð á heiðum uppi. Strætóbílstjóri tjáði mér að nú orðið er sá háttur á, að vegum og heiðum er hreinlega lokað, þegar veður gerast váleg. Það er eitthvað af viti, í stað þess að almúginn og ekki síður fávitir ferðamenn leggja í'ann á hættulegar heiðar um hávetur á Íslandi.
Hviður geta farið upp í 50 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.