Hvernig tala Akureyringar? Smá test í framburði en ...

... þetta með að hvernig Akureyringar tala: þeir bjóða góðan daginn. Ég er Reykvíkingur. Og þegar ég er þarna fyrir norðan, þá finn ég mun á Reykvíkingum og Akureyringum. Hvar sem ég fer fyrir norðan, á göngustígum eða annars staðar: alltaf býður Akureyringurinn góðan daginn af fyrra bragði. Ég hef ekki undan á að vera undan honum.

En hér á höfuðborgarsvæðinu er fólk meira niðri í sandholunni, en samt er þetta fólk að koma til, ef maður býður því góðan dagin á almanna færi. Á sumum svæðum svarar fólk ekki svona kveðju, af því að það rignir upp í nefið á því vegna snobbs. En ég geri í því að bjóða fólki góðan daginn, t.d. í strætóskýlum, og oft eru þetta nýbúar sem taka vel undir kveðjuna.

En ég hef fyrir löngu tekið eftir því að Akureyringar eru mun kurteisari en Reykjavíkurbúar, að bæði bjóða góðan daginn og stoppa fyrir manni á götu.


mbl.is Tala Akureyringar svona?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband