Lögreglan á fullu blasti að tjá sig um kæru í nauðgunarmáli!

Er það eðlilegt? Er það vaninn? Nei, það er það ekki, enda sögðu viðmælendur lögreglu að þær gætu ekki tjáð sig um einstök mál. En samt tjáðu þær sig um þetta mál sem hefur verið í umræðinni í dag.

Fjölmiðlafólk þjarmaði að þessum konum, sem og mótmælendur við lögreglustöðina. Þær kjöftuðu af sér.

Veit ekki hver tilgangurinn er með að neita því að íbúð í Hlíðunum hafi verið sér útbúin til ofbeldis/nauðgunar. Af hverju neitar lögreglan þessu? Það er undarlegt. Hver er munurinn á íbðúð sem er sérútbúin til ofbeldis, eða að ofbeldistól hafi fundist í íbúðinni? 

Felur þetta í sér tæknilega hlið sem verjandi sakbornings gæti nýtt sér? Er svo er, þá er saksóknin í hættu. Það er með ólíkindum að starfsmenn lögreglunnar hafi í dag tjáð sig ýmsum orðum um þetta mál. Allt sem þær sögðu, geta verjendur notfært sér.

En bara ef, já ég segi bara ef þolendurnir i þessu máli treysta sér til að halda nauðgunarkærunni til streitu: málið hefur fengið mjög mikla ummfjöllun í fjölmiðlum, og þær eiga alla mína samúð. Margir kærendur í svona málum hafa guggnað við að halda kæru til streitu.

En lögreglan hefur sýnt og sagt of mikið: ekki eru nægilega miklar áþreifanlegar sannanir í þessum málum til að tryggja sakefllingu!!! Þess vegna voru þeir ákærðu ekki settir í gæsluvarðhald.


mbl.is Segir íbúðina ekki sérútbúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skelfilegt mál Það var "skúbbið" í Fréttabl. um sérútbúnu nauðgunaríbúðina sem hleypti öllu upp. Það er hugsanlegt að blaðamaður Frb. hafi hrapað að ályktunum þegar hann hafði (óljósar)  upplýsingar um króka og svipur ofl. íbúðinni. Hvernig ætlar viðkomandi að sanna að þessi búnaður hafi verið settur upp beinlínis í þeim tilgangi að nauðga fórnarlömbum þar? Hvað gerði hann í raun til að láta reyna á tilgátu sína um að þessi útbúnaður væri í nauðgunarskyni? Ekkert.

Var aldrei látið reyna á þá tilgátu að þessir krókar og dótið þarna væri almenn BDSM kynlífsleikföng? Og notuð sem slík, þangað til það fór svo að nauðgun var framin þarna? Með frétt sinni lætur blaðamaðurinn okkur halda að íbúðin hafi verið innréttuð með því markmiði að draga þangað fórnarlömb og nota ofbeldistækin á þau. Þó að það hafi gerst í þetta skiptið, gæti það hafa verið undantekning? Gat íbúðin bara hafa verið sérútbúin fyrir kynlífsiðkanir þeirra sem aðhyllast BDSM, sem er jafnfjarri því að vera kynferðisbrot eins og ís í brauðformi.

Þegar og ef málið verður flutt fyrir dómi, þá mun ákæruvaldið kappkosta að undirstrika meinta sök sakborninga með því að benda á að íbúðin hafi verið sérútbúin til nauðgana. En á þessu stigi málsins virðist rannsóknin ekki hafa gagn af þessum hluta málsins. En þetta verður allt reifað fyrir dómi og þá má ljóst vera hvort vinnubrögð blaðsins stóðust gagnrýna skoðun. 

sir (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 01:42

2 identicon

Það er alveg eins hægt að segja að eldhúsið heima hjá mér sé sérútbúið til ofbeldis.  Ég er með hnífa þar og skæri og ýmislegt annað sem gæti hugsanlega valdið skaða.  Það er ekkert saknæmt við það að eiga hluti sem tengja má við hestaíþrótt eða hnefaleika.  Þegar ég las fréttina hélt ég að um sérstaklega hljóðeinangraða íbúð væri að ræða.  Þetta er hins vegar ósköp venjuleg íbúð.  Fréttin var einfaldlega röng.  Málið er í rannsókn.  Við skulum vona að blaðið vandi sig betur við fréttaflutning í framhaldinu.  Það geta allir lært af þessu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 12:19

3 identicon

útbúin til nauðgana. Spurði blaðamaðurinn t.d. hvort hún hefði verið hljóðeinangruð, eða byrgt fyrir glugga? Eða hvort það væri góð "vinnuregla nauðgara" að hafa slíka íbúð á efstu hæð fjölbýlishúss, þar sem fleiri manneskjur búa? Myndi maður haga hlutunum á þennan veginn ef maður ætlaði að sérútbúa, nei afsakið, ÚTBÚA íbúð til nauðgana? Og voru einhver tæki eða tól, sérstaklega grunsamleg varðandi að þagga niður í fórnarlömbum, kefli, lyf eða lyfjaleifar, óvenjumikið af Ductape rúllum eða slíku?

Það mætti ætla að hefði lögreglan farið með gæsluvh.kröfu til dómara með gamla svipu og keðju sem eina grundvöll kröfu fyrir almannagæslu, þá hefði dómari hafnað henni. En ég ætla ekki að rausa meira um málið.

sir (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband