Opna eða loka á flóttamenn - Jaðrar við borgarastyrjöldum í Evrópu

Angela Merkel vill opna landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki. Fólk kom saman til að mótmæla þessu. Þá urðu átök: aðgerðarsinnar gerðu hróp að fólki sem mótmælti ákvörðun Merkel. - Jarðar við borgarastyrjöld.

Svíar hafa tekið á móti mörgum hælisleitendum og lofað þeim húsnæði. Komið mörgum þeirra fyrir í sambýli (líklega IKEA-húsum byggðum úr timbri), en þar sem kveikt hefur verið í amk tveimur svona sambýlum, jarðar ástandið við borgarastyrjöld. Enda tilkynnti sænski innanríkisráðherrann í vikunni, að Svíar gætu ekki tryggt hælisleitendum húsnæði, héðan í frá.

Sem betur fer, hefur nýr leiðtogi Kanada lofað að taka við 25 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu tveimur árum eða svo. Það er mikil sveifla m.v. þá stefnu sem Kanadastjórn hefur haft undanfarin ár, varðandi nýbýua: þeir vildu bara fá nýbúa sem gætu sýnt fram á að þeir hefðu ákveðið fé undir höndum til að stofna fyrirtæii í Kanada. Kanadastjórn hafði ekki áhuga á innflytjendum sem færu beint á velferaðkerfið.

En óskar stjórn einhvers lands eftir slíku?

Því miður eru ýmsir aðilar hér á landi ósáttir við fjölgun nýbúa. Í mínum huga gengur það ekki að eldri frú segist ósátt við svona mikla fjölgun nýubúa á sama tíma og hún er að íhuga alvarlega að "þau hjónin" vilji flytjast til Spánar.


mbl.is Mótmæli og átök í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Angela Merkel ræður engu. Góður Guð almáttugur og allar góðar vættir hjálpi blessaðri konunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.11.2015 kl. 01:12

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Angela Merkel hefur völd til að móta stefnuna í Þýskalandil

Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.11.2015 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband