Frábær björgun uglu úr gaddavír

Já, sem betur fer var uglu bjargað úr gaddavír. Og mér finnst það óvirðing við störf lögreglunnar, skv. bloggi Kristjáns Jóns Sveinbjörnssonar, að lögreglan hafi innt þetta björgunarstarf af hendi, af því að starfstéttin sé röknuð úr einhverju roti eftir kauphækkanir.

Mér er spurn, hef reyndar ekki komið upp í sveit lengi: er ennþá verið að nota þessa gaddavíra? Þegar ég var í sveit sem 14 ára unglingur, kom ég að hesti úti í móa, lappirnar á honum umvafnar gaddavír. Ég fór strax að leysa úr flækjunni til að losa hestinn við gaddavírinn. En að það hafi verið í mínum huga á ég fengi greitt fyrir þetta, eða fengi hrós fyrir þetta, var af og frá. Ég var bara að bjarga dýri. Hef aldrei sagt frá þessu atviki áður.


mbl.is Lögreglan bjargar uglu úr gaddavír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband