Skemmtileg fréttamynd af Mr. Cameron og Sigmundi Davíð

sem fylgir frétt af heimsókn breska ráðherrans til Íslands. Þeir félagarnir standa þarna við Alþingishúsið og það er bara eins og að Ísbíllinn hafi rennt í hlaðið! Þeir eru þannig á svipinn. Varla hafa þeir séð vofu Mr. Churchill. En það er svo skemmtilegt varðandi svona fréttamyndir, að mynd er tekin á sekúntu broti, og maður veit raunar ekki hvað það er sem orsakar svipbrigði þeirra sem eru á myndinni. - Ísbíllinn ... hm ... mótmælaganga ... hvað sem er gæti fengið tvo ráðherra til að brosa :)


mbl.is Ræddu Churchill í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Var fyrir tilviljun á rölti við Austurvöll seinni part dags, og sá þá blikkandi ljós og lögreglur. Hélt að stórslys hefði átt sér stað á plani Alþingishússins. Ég gekk nær og spurðist fyrir um hvað væri í gangi. Mér var sagt að David Cameron væri í heimsókn.

Ekki sá ég þó tangur eða tetur af þeim Davíðs-nöfnum og fannst þetta blikkljósaleikrit frekar undarlegt þarna við þinghúsið.

Og ekki nokkur maður hafði verið boðaður á mótmæli á Austurvelli, þrátt fyrir hryðjuverkalög á hryðjuverkaframkallandi bankareikningana bresku/hollensku, sem bankarændir þrælar allra landa eru að borga í dag?

Almáttugur minn góður hjálpi mér og öðrum að skilja alla þessa vitleysu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.10.2015 kl. 23:25

2 identicon

Sláandi hvað annar forsætisráðherrann er fitt og hinn með bumbu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 09:22

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Frábært innlegg hjá þér Anna Sigríður! Hafði ekki tengt að þeir væru nafnar: David (Cameron) og (Sigmundur) Davíð. Em vonandi, þrátt fyrir alla vitleysuna, að það komi eitthvað gott út úr fundi nafnanna þarna niðri á Alþingi.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.11.2015 kl. 23:08

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ Helgi, þetta er ekki spurning um bumbu eða vaxtarlag, þetta snýst um að vita hvað virkar í nútíma þjóðfélagi. Þeir sem hafa bumbu, eða eiga við yfirvigtg að stríða, finna sinn vitjunartíma í þjóðfélaginu. Ekki satt?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.11.2015 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband