Stórslys á Suðurlandsvegi - erlendir ferðamenn á ferðinni

Það hefur mikil tilfinninga áhrif á mig að lesa um svona slys. Sá stóran jeppa sem ferðafólkið var að ferðast í, á hvolfi, í fréttum á Rúv. í kvöld. Þetta á ekki að þurfa að gerast þarna. Svo framarlega sem bíllinn er í lagi.

Ég er nýbúin að keyra þessa leið. Ekki mikil umferð þarna og aksturinn gengur vel fyrir sig. En umhverfið er stórkostlegt: fallegt og sérstakt.

Það sem mér dettur í hug er að þegar útlendingar aka þarna um, að þá minnki athyglin á akstrinum, þegar ökumaður verður gagntekinn af íslenskri náttúru og því útsýni sem er í boði.

Ég upplifði þetta sjálf: hafði ekki komið á þessar slóðir árum saman, og farþeginn í sætinu við hliðina á mér var að benda mér á hitt og þetta.

Ég gjóaði augunum til og frá, af og til, til að horfa á náttúruna, en sagði farþeganum að ég gæti ekki séð allt sem hann benti á, þar sem ég ég væri að einbeinta mér að akstrinum.

Og það hentaði mér að keyra þarna á 80 km hraða. Kannski stundum á 90.

Kannski keyra ferðamenn of hratt. Og jafnvel fer athyglin af akstrinum yfir á stórkostlega náttúruna í íslenska landslaginu.

En, enn og atftur, sem flestir hafa heyrt um: útlendingar á bíl, stoppa úti á miðjum þjóðvegi (ein akgrein á hvora átt), hlaupa yfir þjóðveginn, til að taka myndir af viðkomandi náttúru: skriðjökli, hrikalegum klettum eða öðru sem ekki er til í þeirra heimalandi. Þetta sá ég, þegar ég keyrði þessa leið um daginn.

En það sem verst er: unga fólkið er allt of upptekið við snjallsímana sína þegar þeir eru í akstri. Hvort sem það er á Þjóðvegi 1 eða innanbæjar.

 


mbl.is Fimm slasaðir eftir bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband