6.9.2015 | 00:35
Nýjasta kosningaloforð halloka flokks;
Fleiri fóttamenn. Einmitt. Auðvitað vita allir að flokkar sem koma illa út úr skoðanakönnunum halda fundi hér og nú og eru að setja fram nýja stefnu nú á miðju kjörtímabili. Held að þetta hafi ekki gerst oft í stjórnmálasöginnu.
Björt framtíð virðist ekki vera ein um þetta. Heyrst hefur að Samfylkingin hafi verið með fund á Mógilsá í síðustu viku og mótað nýja stefnu (kosningaloforð) t.d. 12 mánaða fæðingarorlofi og að taka á móti 500 flóttamönnum. Einmit. Gjörið svo vel.
Þetta eru tveir flokkar sem berast í bökkum og ætla sér greinilega að nýta sér rækilega flóttamannavandann í botn til að krækja sér í nokkur atkvæði.
Ísland er eyja. Og er í sérstöðu að mörgu leyti gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum. Í þessum málum verður að stíga varlega til jarðar, þar sem við erum fámenn þjóð.
Landið gæti hugsanlega tekið við 500 á frekar stuttum tíma. En skynsamlegast væri að dreifa flóttamönnum um landið. Það kemur í veg fyrir ghettó og vonandi glæpaklíkur.
Er að lesa bókina Fundið fé eftir Jens Lapidus. Þetta er harðsvíraður krimmi og sögusviðið er Stokkhólmur. Þar takst hinir ýmsu hópar á um völdin í borginni varðandi skemmtanalífið og dópsöluna, bæði mótorhjólagengi og ýmsir hópar innflytjenda, t.d. múslemar, Júgóslavar ofl. Ef sagan endurspeglar Svíþjóð eins og staðan er varðand glæpagengi, þá er hætt við að Ísland verði leiksoppur erlendra afla ef hleypa á inní landið miklum fjölda flóttamanna.
En mikilvægast er, að þegar íslensk stjórnvöld taka við flóttamönnum, að þá verði þeim sett skilyrði: fjölskylda eða einstaklingur fær hæli hér. Viðkomandi er úthlutaður íverustaður á ákveðnum stað á landinu og verði að vera búsettur í viðkomandi bæjarfélagi í einhvern ákveðinn tíma.
Mikilvægast er að Íslandi geti orðið nokkrum flóttamönnum að liði, en ekki hlaupa fram úr sér í þessum efnum. Margir eru búnir að gleyma efnahagshruninu og falli bankanna sem var afleiðing útrásar og græðgi fjármálaglæframanna.
Ekki viljum við að landið lendi í klóm einhverra utanaðkomandi afla, af því að fallandi stjórnmálaflokkar vilji flyta inn ógrynni fjóttamanna.
Viltu upplifa nýtt hrun. Og í þetta skipti fyrir tilstuðlan hinna nýju innrásarvíkinga?
Vilja fleiri flóttamenn hingað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.