5.9.2015 | 23:55
Skemmtileg frétt um fjárfestafund - Nafngiftin skiptir öllu máli!
Ungt fólk sem boðað er á fjárfestgafund, flykkist þangað. Það að fjárfesta er greinilega lykilorðið fyrir ungt fólk. Fólk sér gróðavon í fjárfestingum. Fjárfesting er greinilega orð sem höfðar til fólks. En það að spara, höfðar til fárra.
En það er af hinu góða ef það er hægt að fá ungt fólk til að verja einhverju af sínum peningum til að fjárfesta í hinu eða þessu. Og þá með von um gróða. Það er kannski að vissu marki viturlegra en að ungt fólk eyði umframpeningum í of mikinn fatnað og húsbúnað, sem kemur að litlu gagni á endanum.
En þetta snýst um orðalagið: fjárfestafundur, fjásfestir í stað þess að spara.
Það að spara, er ekki vinsælt og eflaust hefði enginn skráð sig á einhvern sparnaðarfund, eða hvenig Byrja ég að spara.
Færðu fjárfestafund í stærri sal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.