14.8.2015 | 23:48
Rússar eru góđir í tafli, en ég efast um taflkunnáttu íslenskra stjórnmálamanna ...
... sá sem kann ađ tefla lćrir ađ sjá ţó nokkra leiki fram í tímann... Adrifaríkar ákvarđanir utanríkisráherra enda međ ţví ađ forsćtisráđherra Íslands ţarf ađ halda sérstakan símafund međ Medvedev, forsćtisráđherra Rússlands. Hversu lengi stóđ ţessi simafundur, og hvađ kostar hann skattborgarana?
Ţetta hljómar eins og ađ strákskratti hafi kastađ bolta og brotiđ rúđu í rússnesska sendiráđinu. Og svo hringir pabbi gamli í húsvörđinn og spyr hvađ hćgt er ađ gera til ađ ţetta atvik hafi sem minnst áhrif á fjárhag fjölskyldunnar, ţ.e. íslensku ţjóđarinanr.
Sjö ár eru liđin frá hruni, og ţessi ár hafa veriđ fjölskyldunni erfiđ, en einmitt nú er ađ birta upp fyrir ţeim: hún getur leigt út herbergi fyrir túrista, og jafnvel bođiđ ţeim í mat. En til ţess ađ ţađ geti orđiđ, ţarf yfirleitt ađ senda strákskrattann í pössun til ömmu.
Húsvörđurinn rćskir sig og spyr hvort strkáurinn kunni ađ tefla. Svariđ er nei. Húsvörđurinn spyr hvort strákurinn sé lćs. Pabbinn svarar: "Já, hann er lćs." Fínt segir húsvörđurinn. Ef ţú vilt losna viđ alla eftirmála rúđubrotsins ţá ţarftu ađ senda srákinn hingađ í sendiráđiđ ţrisvar í viku: Sendiráđsritarinn vill kenna íslenskum krakka ađ tefla. Eiginkona hans vill endilega lćra íslensku, en hún er lasin og er meira og minna rúmföst. Óskar hún eftir ađ einhver krakki komi og lesi fyrir hana íslenskar bókmenntir tvisvar í viku.
Pabbi strákskrattans samţykkur ţetta tilbođ.
En strákskrattinn er ekkert sérlega ánćgđur međ ţetta. Ađ ţurfa ađ mćta í sendiráđiđ ţrisvar í viku eftir skóla. En hann hefur ekkert val.
En ég get lofađ ţér ţví, ađ eftir ađ strákskrattinn lćrđi skák almennilega ţarna í Rússneska, ţá lćrđi hann í eitt skipti fyrir öll ađ sjá nokkra leiki fram í tímann. Og hann bćtti sig í lestri ţar ađ auki.
Ţessi strákur gćti orđiđ efni í góđan stjórnmálamann í framtíđinni. Hann hefur lćrt ađ tefla, bćtt sig í lestri, sem og mannlegum samskiptum. Og jafnvel lćrt smávegis í rússnesku. Og hann er stađráđinn í ađ lćra meira í tungumálinu.
En mest er um vert: hann hefur lćrt í gegnum tafliđ ađ hugsa nokkra leiki fram í tímann og héđan í frá gerir hann ekkert sem er óúthugsađ: hann pćlir í afleiđingunum á ţví sem hann gerir (eđa ćtlar ađ gera).
Forsćtisráđherra rćddi viđ Medvedev | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann pćlir í afleiđingunum af ţví sem hann gerir eđa gerir ekki. Hann sér ađ geri hann ekkert ţegar ruddar ráđast á rauđhćrđa ţá ţarf hann ekki ađ eiga von á hjálp ţegar ţeir snúa sér ađ skákmönnum sem kunna hrafl í rússnesku. Hann sér ađ stór hópur getur sigrađ ruddana ţó einhverjir fái á kjaftinn. Hann sér fram á ţađ ađ taka jafnvel kjaftshögg í dag frekar en ađ verđa barinn međvitundarlaus á morgun.
Rússar hafa sýnt ţađ ađ ţeir virđa ekki landamćri komist ţeir upp međ ţađ. Jafnvel ţó ađeins örfá ár séu síđan ţeir undirrituđu samning ţess efnis viđ viđkomandi ţjóđ. Ţađ fer ekki mikiđ fyrir ţví í fréttum en öll ríki sem eiga landamćri ađ Rússlandi hafa veriđ ađ stórefla varnir á landamćrunum og fjölga í heröflum. Hjá Rússneskum stjórnvöldum eru landvinningastríđ eins og ţekktust hér áđur fyrr enn talinn fýsilegur valkostur til ađ tryggja sína stöđu.
Ufsi (IP-tala skráđ) 15.8.2015 kl. 03:26
Rússar eru ekkert lamb ađ leika sér viđ. Eg ég hef aldrei skiliđ almennilega ţessa landvinninga-baráttu ţeirra. Af hverju geta ţeir ekki unađ viđ sitt?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 18.8.2015 kl. 00:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.