31.7.2015 | 23:38
Barn skilið eftir sofandi í bíl við Seljalandsfoss
skv. frétt á Mbl.is - Ég segi bara nei. Svona gerir maður ekki.
Ekkert foreldri á að skilja barn eftir, þó að það sé sofandi, í bíl.
Ungir foreldrar í dag gera sér greinilega ekki grein fyrir ástandinu á Íslandi í dag, eða í heiminum almennt.
Nánast á hverju götuhorni bíða barnaræningjar eftir að vippa ungum börnum upp, sem síðan verða notuð til vændis. Íslenskir forerledrar verða hreinlega að vera meðvitaðir um ásókn glæpagengja í ung börn, og verða t.d. að vera mjög varkárir í flugstöðvum þegar þeir eru að feðast.
Þetta er bara Ísland í dag. - Fyrir nokkrum árum kom ég að sofandi barn í kerru á 101 R. Þegar faðiriinn birtist loksins reyndi ég að gera honum grein fyrir að þó að þetta væri í Reykjavæík, væru líkur á því að að dópisti sæji kerruna sem gjaldmiðil, þó að hann eða hún hefði ekki barnarán í huga.
Ok, lítð barn, eða bara kerra. Þetta er gjaldmiðill ólíkra hópa.
Mín skilaboð eru: passaðu sérstaklega vel upp á barnið þitt. Skítt með kerruna eða vagninn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.8.2015 kl. 23:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.