22.7.2015 | 23:43
Jákvætt að Ísland styðji flóttamenn
enda ekki vanþörf á. Mín afstaða er sú að ástæða fyrir svo mikilli fjölgun flóttamanna á síðustu misserum sé fyrst og fremst upplýsingatæknin. Fólk í löndum þar sem þurrkar, matarskortur, fordómar gagnvart samkynhneigðum, pólitískum skoðunum og fleira, fær upplýsingar á netinu að þarna úti eru lönd, þar sem einstaklingur má hafa skoðanir, vera samkynhneigður, þar rignir eins og hellt er úr fötu og ekki matarskortur.
Ekki undarlegt þó að fólk með sömu grunnþarfir eins og við flýji í umvörpum í fyrirheitna landið. Við verðum að virða þetta.
Ísland tekur við flóttamönnum núna. En það gæti líka komið að því að Íslendingar þyrftu að flýja þetta land á komandi tímum. Annað hvort vegna efnahagslegs hruns eða mikilla jarðelda. Hef oft hugsað um það. Hvað ef t.d. móðuharðindin hin nýju, tækju sig nú upp einn góðan veðurdag í formi mikilla jarðhræringa með eldgosi og öskufalli, sem stæði mánuðum saman?
50 flóttamenn til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.7.2015 kl. 00:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.