14.7.2015 | 00:10
Eru farsímaslys á við ölvunarakstur?
Mörg slys hafa orðið vegna framúraksturs á þjóðvegi 1. En mín reynsla er að bílstjórar eru oftast varkárir í framúrakstri á þesari leið, nú til dags.
Nú er greinilega ný vá í uppsiglingu: bílstjórar sem eru að aka og horfa á símann sinn í leiðinni.
Þetta gengur ekki.
Samt er á boðstólum handfrjáls búnaður. En það virðist ekki virka fyrir unga fólkið: ef það kíkir ekki á símann, heldur það, að það sé að missa af einhverju og einnig að það er svo áfjáð í að skoða hvort einhver hefur svarað því á Fésbók, að það getur ekki beðið eftir því að skoða þetta á næsta áfangastað.
Akstur einstaklings sem hefyr ánetjast snjallsíma má nánast líkja við einstakling sem hefur innbyrgt áfengi í ákveðnum mæli. Sá sem hefur neytt áfengis hefur minni viðbrögð við aðstæðum á vegi, enda sljórri en vanalega.
Farsímanotandinn horfir einfaldlega ekki á veginn framundann, enda eru augu hans á farsímanum, hugurinn hvorki við aksturinn né veginn framundan.
Veit ekki hvort er verra.
Sé bíl koma fljúgandi á móti mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.