Annar íslenski lærlingurinn í Hvíta Húsinu?

Óska Viktoríu til hamingju með að hafa komist að sem lærlingur í Hvíta Húsinu í vor. Og óska henni alls velfarnaðar í námi sínu. Og það er ekki til að slá hendinni á móti því að hafa átt fund með sjálfum forsetanum, Obama.

Og svo er það bara spurning hversu margir Íslendingar hafi náð þessu markmiði?

Frænka mín, sem var borin og barnfædd í Washington DC, var lærlingur í Hvíta Húsinu þegar hún var í lögfræðinámi. 

Ég minnist alltaf heimsóknar til einnar frænku minnar hér á landi eftir að hálf-ameríska frænka okkar hafði haft vetursetu hér á landi, við vinnu og tungumálanám. Ég hélt að eitthvað skelfilegt hefði komið fyrir amerísku frænkuna.

En, nei. Málið var, að íslenska frænkan var yfir sig stórhneyksluð á því að Washington-frænkan hefði skrifað henni, þar sem hún var lærlingur í Hvíta Húsinu, og að henni hefði verið boðið í kvöldverð þar sem lærlingur. Og útlistað fyrir íslensku frænkunni í bréfinu að hún hefí tekið í hendina á Jimmy Carter og frú, við upphaf enda enda kvöldverðarins.

Ég held að sumir myndu ekki slá hendinni á móti því að verða boðið í kvöldverð í Hvíta Húsinu, eða hvað?


mbl.is Íslenskur lærlingur í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband