25.6.2015 | 00:15
Túristar halda sig útaf fyrir sig á Íslandi, nema
þeir sem þurfa á leiðsögn að halda, t.d. varðandi hvaða strætó þeir eiga að taka á sinn áfangastað, o.s.frv. Oft sé ég ferðamen niðursokkna í götukort. Þeir hafa metnað til að rata eftir kortum án þess að spyrja til vegar.
En oft hef ég lóðsað túrista sem hafa spurt til vegar. - Og flestir eru vinalegir, ég hef upplifað það, þar sem ég hef unnið á kaffihúsum, í 101, 105 og á öðrum póstnúmerum. Margir ferðamenn hafa áhuga á að ná sambandi við þá sem búa á Íslandi, aðrir ekkii. Fólk er bara misjafnt. Og það skemmir ekki fyrir að maður sjálfur sýni áhuga á hvaðan ferðamaðurinn er og spyrji hann útí, o.s.frv.
Ekki vera of vinalegur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og endilega ekki spyrja útlendinga "How do you like Iceland?", því að þeir myndu kannski svara hreinskilningslega: "It sucks big time."
Stefán (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 08:20
Ha, ha ... ég passa mig auðvitað á að spyrja ferðamenn aldrei þessarar klassísku spurningar "How do you like Iceland?"
Túristar sem búa í stórborg, t.d. Tokyo eða N.Y. mynda ekki augnkontakt við mig á götu í Rvk. - En ef ég afgreiði þá á kaffihúsi, þá eru sumir mjög ánægðir þegar ég gef þeim gamla íslenska mynt, t.d. gamla krónu. Og segi að þetta sé peningur sem er kominn úr umferð og viðkomandi er ánægður með að hafa fengið smá minjagrip frá Íslandi.
Í vikunni gafst mér líka tækifæri á að gefa ungum íslenskum strák gamla krónu. En það kom þannig til að ég var að versla á Rauða Kross markaði á Akureyri og þegar ég opnaði budduna til að finna 200 kall, duttu peningarnir úr buddinni minni á gangstéttina og þessi ungi maður, líklga 11-13 ára,hjálpaði mér að týna þá upp. Ég fann ganla krónu þarna sem ég gaf honum og sagði að hann gæti ekki keypt fyrir þennan pening en þetta gæti veirð lukkupeningur.
Stráksi var hæstánægður með þetta. Og þakkaði fyrir sig. Ég sagði ekkert en hélt áfram að týna upp klinkið. Það var ekki fyrr en hann endurtók "takk fyrir" að ég sagði "verði þér að góðu." Og skamaðist mín fyrir að hafa ekki sagt neitt strax.
En ég hef tekið eftir því hversu Akureyringar eru kurteisir miðað við Reykhavíkurbúa.
Og það sem ég hef líka tekið eftir varðandi breska ferðamenn er að þeir eru rosalega kurteisir, en því miður er enskukunnátta Íslendinga lítil, sérstaklega þeirra sem vinna á matsölustöðum og kaffihúsum, til að mæta þessari kusteisi.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.7.2015 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.