16.6.2015 | 00:36
Notar borgarstjóri eða einhverjir borgarstarfsmenn Strætó bs?
Nú vill borgarstjóri matatmarkað á Hlemm. Skv. frétt á forsíðu Fréttablaðsins, mánudag 15. júní. Og skv. stjóranum á að taka Helmm í gegn og á sér draum um matarmarkað þarna af því að í Evrópu eru að spretta upp martarmarkaðir.
Ég veit ekki betur að að hér áður fyrr hafi verið ýmis fyrirtæki á Hlemm, og þar á meðal heildsölubakarí, þar sem maður gat keypt dagsgamalt brauð á góðu verði. En þetta hefur allt saman lagt upp laupana fyrir mörgum árum síðan.
Ástæðan: þetta var ekki að gera sig.
Aðspurður í fréttinni segir borgarstjóri: "Eina breytingin verður sú að Hlemmur veður ekki biðstöð lengur heldur skiptistöð."
Hver er eiginlega munurinná biðstöð og skiptistöð?
Ég set spurningu við þessa setningu: hvað með marga farþega Strætó bs. sem skipta um vagna á Hlemmi? Mega þeir ekki bíða inni í húsinu eftir næsta vagni, eða hvað?
Auðvitað fara farþegar inn í hús í norðangarra og kulda á meðan beðið er eftir næsta vagni. Og skoða sig væntanlega um í draumaparadís borgarstjórans.
En það sem er ekki tekið með í reikninginn hér, er að það eru fá, sem engin bílastæði við Hlemm, sem fær fólk til að flykkjast á einhvern matvælavarkað á Hlemmi, og flestir sem hafa viðkomustað á Hlemmi eru öryrkjar, gamalmenni, ungmenni, nemendur og einstaka ferðamenn.
Efast um að þessir aðilar komi til að versla mikið á matvælamarkaði á Hlemmi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.