2.6.2015 | 00:20
Óska þeim á Fosshótel til hamingu með opnun ...
... hótelsins í dag. Vonandi gafst tími til að þrífa þetta allt áður en fyrstu gestirnir mættu á svæðið. Ha.. ha .. Auðvitað verður að hafa stórt hótel til að taka á móti stórum hópum ferðamanna. Í raun verða allir Íslendingar að vera tilbúnir til að taka á móti ferðamönnum í hvaða formi sem er.
Ferðamenn spyrja til vegar og þeir koma inn í strætisvagna án þess að vita hvað farið kostar. Það er 400 kall á mann. Og stundum get ég komið ferðamönnum til hjálpar, ef ég er með klink á mér og skipt fyrir þá, þegar þeir eru bara með seðla á sér.
Óska Fosshóteli góðs sumars, sem og öllum landsmönnum. Nú er sumarið loksins komið: heyrði suð í flugu í kvöld. Stærðar randafluga hamaðist á gluggarúðu hjá mér. Ég opnaði glugga og vona að hún hafi komist út, án þess að enda lífið inni í stofu hjá mér.
Inni í stærsta hóteli landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.