21.5.2015 | 00:58
Eiga loðdýr heima á kaffihúsum?
Kaffihús eru undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits. Sú stofnun gerir ákveðnar kröfur varðandi hreinlæti og fleira. Ekki veit ég hvort Heilbrigðiseftirlit horfi eftir hunda- og kattarhárum.
En vandamálið er, að þessi dýr eru alltaf að fara úr hárum, eins og maður sjálfur, þannig að það væri ekki á það bætandi að loðdýr væru leyfð á kaffihúsum.
Ég hef oft séð og handfjatlað fatnað fólks sem er með hunda eða ketti. Dýrahárin loða við flýkurnar í hundraðatali.
Þeir sem reka kaffihús, og þeir sem vinna þarna og þurfa að þvífa þetta, eiga í nógu að snúast, þó að hunda og kattahár bætist nú ekki í þrifa-flóruna.
Vilja leyfa dýr á kaffihúsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.