14.5.2015 | 00:57
Sérstök frétt um flutning Fiskistofu norður: aðeins forstjórinn fer
Ég horfði á fréttir á RÚV um væntanlegan flutning Fiskistofu til Akureyrar. Nú er víst búið að ákveða að Fiskistofa flytji, en starfsmenn stofunnar þurfa ekki að fylgja með. Nema forstjórinn.
Þetta er svolítið skondið. Ef heil stofnun er að flytja úr Hafnarfirði til Akureyrar og einungis forstjórinn þarf að flytja norður, þá væri hægt að sjá þetta fyrir sér að þyrla hífi upp húsnæði Fiskistofu, með forstjórann hangandi í eftirdragi.
Og restin af skrifstofuliðinu standi húsnæðislaust í nepjunni í Hafnarfirði. Hvar og hvernig á að vinna verkin, ef enginn vill flytja norður?
En vissulega geta starfsmenn stofnunar verið dreifðir út um borg og bý til að sinna verkum stofnunar, nú á vef-tækni-öld.
En skv. fréttinni, hljómaði þetta að forstjórinn einn yrði á Fiskistofu á Akureyri og restin af liðinu hér á höfuðborgarsvæðinu. Það væri auðvitað alveg út í hött. Enda fylgdi ekki fréttinni hvort þeir sem vildu ekki fylgja forstjóra norður, héldu stöðu sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.