13.5.2015 | 01:20
Gargandi kríjur á Lækjartorgi
Um síðustu helgi varð ég vör við töluvert af kríjum á Lækjartorgi. Man ekki eftir að hafa séð kríjur þarna áður, á þessum árstíma, jafnvel aldrei. En í frétt á mbl. segir Jóhann Óli, fuglafræðingur á Stokkseyri, að hann hafi orðið var við fyrstu kríjurnar fyrir um viku síðan á Stokkseyri.
Hugsanlega voru kríjurnar á Lækjartorgi nýkomnar til landsins, og kannski ekkert æti fyrir þær úti á Seltjarnarnesi, þar sem kríjur verpa vanalega. Líklega lítið um æti við ströndina þar.
En alls konar fuglar leita á Lækjartorg, enda hefur einhver hugulsamur hent brauði á steinblómabeð reglulega, og svo er alltaf alls konar afgangur frá fólki sem leytir skyndibita, t.d. pylsum og öðru í miðbænum. Og fuglar njóta góðs af þessu.
Krían um viku síðar á ferðinni en vanalega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér þykir vænt um kríur alveg eins og konuna mína sem hatar kríur. En án árangurs hef ég bent henni elskunni minni á að Kríur vernda afkvæmi sín með alveg sömu grimmd og hún.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2015 kl. 07:46
Það er ekki ýkjalangt síðan starrar komu hér, en nú eru þeir búnir að hrekja á brott þrestina og maríuerlur sem hér voru áður. Enda fara þeir í hópum og af éta þessa einfara, parfara.
Mávar og Starar eru vitni um menningarlegan sóðaskap byggðarlags.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2015 kl. 07:58
Sæll Hrólfur, Kríjan er eins og hún er: lætur engan vaða að afkvæmum sínum án bardaga. En mér þykir miður að heyra þetta um starrana sem hafa hrakið aðra fugla burtu. En þetta er alltaf spurning um frumskógarlögmálið: sá sterkasti lifr.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 14.5.2015 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.