10.5.2015 | 01:57
Góð hugmynd háskólanema, en
vita þeir að ekki má selja mat í heimahúsum? Það má kannski gefa að brða í heimahúsi, t.d. handa túristum, en ekki taka gjald fyrir það.
Hef oft séð túrista vafra um á 101 Rvk. og annars staðar, þegar kvölda tekur. Það eina sem þeir eiga kost á er að fara inn á einhvern skyndibitastaðinn, kannski enn eina ferðina, til að fá sér kvöldmáltíð: hamborgara eða piszzu. Án þess að hitta nokkurn, eða eiga í samræðum, nema við hvort annað ef þetta er par.
Matarmenning svokölluð, gæti gert mikið fyir ferðamenn hér á landi. Þetta er lítð land, og fátt um að vera m.v. stórborgir. Það gæti gert mikið fyrir ferðamenn ef þeir fengju tækifæri til að geta mætt í mat inn á íslensk heimili. Ekki bara til að borða mat, heldur til að spjalla við heimamenn.
En þetta má víst ekki. Ekki má selja mat í heimahúsum, eftir því sem ég best veit.
Vonandi taka nemendur í HR þetta með í reikninginn, þegar þeir hugað þessari viðskiptahugmynd sinni.
![]() |
Matarmenningin tengir fólkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.