3.5.2015 | 02:17
Íbúð slegin "durti frá Íbúðalánasjóði"
Hryllingsfrétt um tveggja barna móður frá Akureyri sem segir farir sínar ekki sléttar þegar launþegar Íbúðalánasjóðs mættu heim til hennar til að bjóða íbúðina upp. Hersingin kom víst aldrei inn í íbúðina sjálfa, bara í forstofuna.
Efast um að Signa Hrönn Stefánsdóttir hafi vitað hverjir voru í för með launþegum Íbúðalánasjóðs, en hún tekur reyndar ekki fram hve margir mættu í forstofu íbúðarinnar. Voru það 2 eða fleiri?
Skv. fréttinni var íbúðin slegin á eina milljón krónur, og í huga Signu var kaupandinn durtur frá Íbúðalánasjóði. Ef svo er, þá lítur málið ekki vel út. Getur verið að aðili nr. 2, hafi mætt á svæðið, t.d. lögfræðingur útí í bæ, sem bauð í íbúðina? Þá lítur það ekki vel út.
Það að geta keypt íbúð á milljón í dag, eru virkilega góð kaup.
Og ef hægt er að gera svona góð kaup á íbúðum sem fara á uppboð, af hverju fara þessar íbúðir þá ekki í almennt uppboð?
Eru svona uppbboð bara fyrir durta frá Íbúðalánasjóði, durta á þeirra vegum og/eða bara lögfræðinga úti í bæ, sem nota sér neyð fólks til að fjárfesta í ódýru húsnæði?
Íbúðin var keypt á heila milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áður en þú ferð að tjá þig meira um svona mál og kalla menn illum nöfnum þarftu að kynna þér hvernig þetta fer fram, ferilinn frá A til Ö.
Með því að íbúðin er slegin á aðeins eina miljón er verið að spara skuldara verulegar upphæðir í kostnað sem er tengdur uppboðsverðinu.
Skuld íbúðareiganda lækkar um endanlegt söluverð eða matsverð að frádregnum þessum kostnaði og því mikilvægt að halda honum niðri.
Landfari, 3.5.2015 kl. 10:16
Takk fyrir ábendinguna Landfari, en ég vil bara segja eitt fyrir mig: OK ég þekki ekki klækina sem sam fara um sem eldur um sinu hér á landi þegar fólk er að missa íbúðir sínar.
Ef ég gæti keypt heila íbúð á bara eina milljón, þá er það ódýrt og teljast góð kaup. Ef þú kýst að útskýra þetta nánar, væri það vel þegið.
Ég sá nú ekki betur í kvöld í sjónvarpsfréttum að fjögurra manna fjölskylda á Akureyri hefði misst íbúðina sína en skuldaði samt yfir 30 milljónir í henni og næsta skrefið væri að fara í gjaldþrot.
Og þá er spurningun: fékk einhver að kaupa íbúðina á eina milljón kannski? Og ef svo er, hver var það?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 4.5.2015 kl. 00:53
Þegar Íbúðalanasjóur kaupir íbúðir á uppboði þá þarf að greiða til sýslumanns allkonar uppboðsgjöld og stimpilgjöld sem eru sum hver prósentur af upphæðinni sem íbúðin er slegin á. Þessi kostnaður bætist við það sem skuldarinn þarf að greiða Íbúðalanasjóði.
Þegar gert er upp við skuldarann er hinsvegar dregin frá skuldinni annað hvort endanlegt söluverð íbúðarinniar þegar íbúðalánasjóður selur hana eða eitthvert matsverð sem hefur enga tengingu við uppboðsverðið.
Þess vegna er það bjarnargreiði að mætaá uppboð og fara að bjóða á móti Íbúðalánasjóði og kannski hækka uppboðsverð eins og í þessu tilfelli í kannski 20 eða 25 millur, nema þá að það sé sannvirði fyrir íbúðina og íbúðin slegin viðkomandi.
En ef matsvirðið er kannski 30-35 milljónir þá er viðkomandi búinn að stórauka kostnað skuldarans af uppboðinu og allir tapa nema kannski sýslumaður.
Þó það sé engin "elsku mamma" hjá íbúðalaánsjóði þá er það allt annað lenda í vanskilum þar en hjá bönkunum. Enda eru forsendur rekstrar íbúðalaánsjóðs að hjálpa fólki að eignast þak yfir höfuðið (en ekki að gefa því það) meðan forsenda bankans er að græða á því að "hjálpa" fólki.
Landfari, 4.5.2015 kl. 10:26
Ingibjörg þetta með raunverulegt kaupverð íbúða á uppboði er sáraeinfalt í raun. Tökum þetta dæmi þar sem sjóðurinn keytpi íbúðina á milljón. Sjóðurinn átti fyrir einhverjar milljónir eða tugi milljóna (veit ekki hvað viðkomandi skuldið Íbúðalánasjóði). Kaupverð hans er því í raun lánið sem hann er með á íbúðinni auk þess hluta þessarar milljónar sem fór ekki í uppboðskostnað til sýslumanns og ríkisins og annarra forgangskröfuhafa. Þetta gildir almennt um öll uppboð þar sem einn af kröfuhöfum kaupir íbúðina. Kröfuhafinn þarf síðan að selja íbúðina og til þess að hann fari tjónlaust frá viðskiptunum þá þarf íbúðin að seljast á jafn háu verði og nemur uppboðskostnaðnum og áhvílandi lánum.
Þetta kaupverð upp á milljón er því bara viðmiðun fyrir sýslumenn til að taka uppboðsþóknun af og hefur ekkert með raunverulegan kostnað þess sem kaupir af því að kaupa eignina.
Og varðandi þetta ólánsama fólk sem þarna tapaði eign sinni þá er staðan sú að ef þau skulda einhverjar 30+millj. í dag þá annaðhvort eiga þau eftir að draga frá því áætluðu markaðsvirði íbúðarinnar sem þau voru að tapa eða skulda þetta umfram það sem fæst fyrir eign þeirra í dag. Það vantar nefnilega heilmargt inn í frásögu þeirra af stöðunni til þess að hægt sé að átta sig á því hver staða þeirra raunverulega er.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.