Píratar hafa mikið fylgi

þannig að hugsanlegt er að þeir komi vel út úr næstu kosningum til Alþingis. Hvað þýðir það? Kjósendir eru orðnir þreyttir á núverandi flokkum sem hafa verið við völd árum saman og hafa séð í gegnum spillinguna sem hefur ríkt í þjóðfélaginu í áraraðir.

Píratar flagga vel gefnu fólki sem við fyrstu sýn, virðist vera til í takast á við verkefni sem nútíma þjóðfélag þarf að takast á við.

Ungir kjósendur aðhyllast hugsanlega flokk á við Pírara, og eru líklegri til að samsama sig við frambjóðendur sem eru á svipuðum aldri og þeir.


mbl.is Píratar á hraðri siglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú erum við gamlingjarnir líka farir að flykkjast um Pírata. 

Margrét (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 12:52

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Góð ábending hjá þér Margrét. Hafði ekki hugsað út í þetta þegar ég skrifaði bloggið. En auðvitað er málið að Píratar eru óþekkt stærð í stjórnarfarinu (veit ekki hvernig er best að orða þetta), þannig að þegar kjósendur eru ósáttir við núverandi stjórn, og/gömlu flokkana, eru þeir meira en tilbúnir til að gefa nýju stjórnmálaafli tækifæri til að taka við stjórnartaumunum. Þetta er að gerast í okkar þjóðfélagi í dag.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.5.2015 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband