Ömurleg málsvörn þess sem litaði Strokk rauðan

Þessi sig-kallaði listamaður að nafni Marco Evaristti setur sig á verulegan háan hest og þykist yfir það hafinn að bera virðingu fyrir íslenskri náttúru. Svona furðufugl er slæmur vágestur og veit á illt ef hugsað er útí að aðrir af hans sauðahúsi eigi eftir að hugsa sér gott til glóðarinnar með samskonar uppákomum hér á landi.

Furðufuglar af þessu tagi er illur fyrirboði en er afrakstur fjölgunar í ferðamennsku hér á landi. Strákaskrattar hér á landi hafa úðað á auða veggi til að fá útrás fyrir listræna sköpun sína, en engum hefur dottið í hug, fyrr en nú, að fá útrás í náttúruperlu á borð við Strokk.

Og hver er refsinsin: skitinn 100 þús. kall.

Þessi svívirðing við geysinn er eitthvað álíka og að einhver hellti t.d. gulum lit út í Reykjavíkurtjörn eða Þingvallavatn. Þar er fuglalíf og væri ekki að spyrja að leikslokum fyrir dýralíf á þessum stöðum.

Það verður að setja hertari viðurlög gagnvart íslenskri náttúru. Annars megum við Íslendingar eiga von á svona Marco-mönnum í hrönnum hingað, sem þykjast vera listamenn sem telja sig hafna yfir náttúruna, lög og reglur.


mbl.is Sakar Íslendinga um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband