Strokkur við Geysi verður grænn að ári - Ykkur er boðið, ég borga.

Ég fékk snjalla hugmynd áðan, að mínu mati. Ég á nefnilega afmæli næsta vor. Og datt í hug að það gæti verið fjárhagslega hagstætt að halda upp á afmælið við Geysi. Bjóða ykkur bloggurum og nokkrum góðum vinum og kunningjum þangað uppeftir. Gos í Strokki er jú alltaf ný upplifun.

Mér dettur í hug að bjóða gestum t.d. upp á kampavín, eða kaffi og kleinur. En eftir smá umhugsun kemst ég að þeirri niðurstöðu að það er líkleglega hagstæðast að bjóða bara upp á grænt gos. Enda er uppáhalds liturinn minn grænn, sérstaklega á vorin, þegar tún byrja að grænka. Enda hefur það sýnt sig að litað gos þarna uppfrá kostar í dag ekki meira en 100 þúsund kall. Það er líklega vel sloppið, sérstaklega ef margir mæta á svæðið, í svona "þema afmæli" eða hvað sem þetta er kallað. 

En við sjáum bara til hvað setur, og hvort stjórnvöld setji einhverjar skorður við rauðum eða grænum gosum á Geysi á næstunni. - En að öðrum kosti; upplifun og grænt gos á Geysi að ári.

GrænnGeysir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband