Það þarf að vernda náttúruperlur á Íslandi

Í frétt á mbl kemur fram að útlendingurinn Marco Evaristti hafi sett matarlit í Strokk. Þetta ku vera menntaður listamaður og virðist svífast einskis til að fá athygli.

Greinilega þarf að vakta náttúruperlur Íslands gagnvart ofurhugum og jafnvel skemmdarvörgum. 

En þá vaknar alltaf upp spurningin: "Er til fjármagn til þess?"

Þeir sem eiga og/eða sjá um náttúruperlur, ættu auðvitað að hafa full réttindi til gjaldtöku ferðamanna á sín svæði, alveg burt séð frá náttúrupassa.


mbl.is Hellti ávaxtalit í Strokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það þarf ekki neitt fjármagn og bull, það þarf skilaboð og þau eru einfölld. Sekta hann um nokkra milljónatugi, reka hann síðan úr landi og meina honum komu það sem eftir er.

Það fer nefnilega lengra, hann fær stimpil sem umhverfissóði og sem sjálfskipaður listamaður græðir hann lítið á því.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.4.2015 kl. 22:50

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hann var bara sektaður um 100 kall. Og má fara úr landi án þess að borga. Líklega af því að hann er listamaður. Þá fær hann 'vægan dóm.'

Ingibjörg Magnúsdóttir, 26.4.2015 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband